Hlíð

Gamall hlaðinn garður fremst á myndInnarlega í Siglufjarðardal, vestan ár, gengt Hólsseli hefir bær verið á fyrri öldum. Er þar byggðarstæði eitt hið fegursta. Grundir miklar og breiðar, hallandi frá hlíð að á niður, túnefni því hið besta, slétt og víðlent mjög. Hefur bærinn staðið upp við rætur hlíðarinnar sem mjög er þar gróðurrík. Útsýn er og héðan sem best má vera, um byggð þessa og fjörð. Hefir tún verið slétt og allmikið. Takmarkar það lækjargil að sunnan, en túngarður mjög forn er skammt ofan bæjartófta vel skýr út hlíðarrætur; sér og nokkuð til hans norðan túns niður að á. Út frá honum eru hinar sömu sléttu engjabreiðar allt milli ár og fjalls, hefir býli þetta átt innri hlut þeirra en haglönd mikil og góð hið efra og innra til háfjalla.
Svo snemma hefir býli þetta í auðn farið, að ekki verður fundið nafn þess, þó hér sé því af staðháttum þetta nafn valið. Mun hér ekki hafa byggð verið eftir Svartadauða (1402) og máske lítil eða engin eptir 1300. Löngu síðar þá býlið Leyningur var sjálfstætt orðið og undir það fallin lönd þessi hefir hér selstöð verið og kallast nú Leyningssel (2) sér og tóftir selsins syðst á hinu forna túni, niður frá tóftum bæjarins. Glötuð munu hér flest forn örnefni, er margt við selið kennt, sem nálægt er. Nefnist lækurinn sunnan bæjar Selá (3) dalhvolfið er hann kemur úr upp í fjalli Selskál (4) melrindar upp frá bæ Selhryggir (5) hóll upp á brún norðan skálar Selskálarhóll (6) og í skálinni Selskálartjörn (7). Einnig hnjúkurinn sunnan skálar Selfjall (8) og norðaustan í því Selöxl (9).

Útsýni til suðurs úr Skógrækt í SkarðsdalSkammt út frá bæ ber hinar hallandi grundir einna hæst, nefnist þar Leiti (10) og lækur er þar fellur niður Leitislækur (11) hefir hann, ásamt mörgum minni lækjum, myndað hina sléttu halla. Niður Leitið liggur hinn forni túngarður. Við hann, fremur neðarlega eru fornar tóftir fjárhúsa og réttar nefnist þar Réttargrund (12). Kenna Siglfirðingar mannvirki þessi við Loft Guðmundsson er bjó í Leyningi 176[1-75] síðar í Fljótum og þeir nefna „ríka“ er þó hvorttveggja fjarri sanni, því ríkur var hann ekki og eldri eru þessar byggðaleifar. Út frá Leitinu, einkum nær hlíðinni nefnast hinar sléttu engjagrundir: Háumýrar (13). Inn frá Selá austan í Selfjalli er Geldingahlíð (14) liggur hún beint suður frá bæ allt upp að stóru skálmynduðu hvolfi sem þar er suður í hálendið ofarlega. Austan til úr því fellur lækjarkvísl beint norður í Siglufjarðará, austan Geldingahlíðar. Við gil þetta skammt inn á hlíðinni er Gangnamannahóll (15) þar oft skipt mönnum til fjárleita. Upp með gili þessu suður í dalhvolfið og suðvestur upp úr því er kunn gangfær leið til Fljóta er Botnaleið (16) nefnist og gilið Botnaleiðargil (17) hóll allmikill upp í hvolfinu Botnaleiðarhóll (18) og vestan hvolfsins Botnaleiðarskarð (19). Óljóst er mönnum hér hver orsök er þessara nafna, hverjir botnar þessir eru, en það verð ég að ætla að hvolf þetta sem allstórt er og hringmyndað með stöllum nokkrum hafi áður nefnst Botn (20) (máske síðar Botnar) kallast og því lík hvörf í öðrum héruðum þó hér sé sú málvenja gleymd. Er það hér og furðu víða að móðurnafnið er glatað.

SeláEins og fjöllin öll utan Siglufjarðarskarðs nefnast Úlfsdalafjöll svo nefnast og fjöllin innan þess, austur og umhverfis innstu dali Siglufjarðar: Siglufjarðarfjöll (21). Inn frá Siglufirði eru þau allhá með hlíðum flugbröttum fyrir botni Siglufjarðardals og einnig hvolfsins. Norður úr þeim vestan dalsins sem innst sveigir drjúgum austur en austan hvolfsins gengur hár höfði hömrum girtur nefndur Blekkill (22) en lágur klettahöfði norðaustur frá honum: Lágblekkill (23) lítill hnjúkur inn frá höfðanum nefnist og: Blekkilsbarn (24) þá nefnist og einnig kvíslin er út fellur um Botnaleiðargil Blekkilsá (25) og tungan austan hennar, en vestan Siglufjarðarár Blekkilstunga (26). Yfir hana nálega yst er gamall garður sem varna hefur átt afréttarfénaði niður í dalinn. Hefir og tunga þessi og fjöllin þar um of lengi verið hið eina afréttarland Siglfirðinga líklega síðan býli þetta fór í auðn því sennilega hefir það í fyrstu átt lönd þessi öll. Austan í tungunni er gildrag nefnt Moldgil (27) en nokkuð þar innar inn frá Gálgafossi Smalaskálahóll (28). Lítið austan Blekkils gengur berghöfði nokkuð fram úr hinni bröttu hlíð fyrir botni dalsins nefndur Fiskihryggur (29) þar austur hækkar fjallið um stund uns höfði myndast á því inn frá Hólsskarði nefndur Hnakki (30).
(Ritað með blýanti: Almenningshnakki (31).)

 

Blekkilsáin rennur um BotnaleiðargilAlmenningshnakki og Blekkill

 

 

 

 

 

 

 


Fara efst á síðu