Örnefni í Sigluneshreppi og Úlfsdölum

Þessi heimasíða inniheldur örnefni, bæði í texta og myndum, af 27 bæjum í Sigluneshreppi. Þessi vitneskja er unnin uppúr handriti frá Helga Guðmundssyni (1881-1944) af félögum í Örnefnafélaginu Snók. Hér að ofan er yfirlitsmynd þar sem sjá má staðsetningu bæjanna. Einnig er á síðunni inngangur ritaður af Helga.

Á undirsíðu sem fjallar um gerð síðunnar má nálgast upplýsingar um Örnefnafélagið Snók og hvernig síðan var unnin. Þar eru ljósmyndarar tilgreindir og þakkir færðar til þeirra sem að síðunni komu.

Virkni síðunnar er útskýrð á undirsíðu nefnd leiðbeiningar. Hægt er að leita innan síðunnar og einnig er hægt að hafa samband við aðstandendur síðunnar.


Fara efst á síðu