Reyðará

ReyðaráSá bær er yst á útskaga þeim, austarlega, er skilur Héðinsfjörð og Siglufjörð, stendur á sjávarbökkum, ekki háum en sléttum og grösugum. Það er fornbýli augljóst, fornir garðar um tún og vatnsleiðsla furðu löng og forn heim að bæ. Býli þetta lagðist undir Siglunes þá þar var prestsetur, varð hjáleiga, opt í auðn og lengi að síðustu; en nú nýlega upp byggt og í ábúð.

Vestan við tún fellur á sú, Reyðará (2) sem bærinn er eftir nefndur, kemur úr dal er þar gengur suður í fjalllendi skaga þessa og nefnst mun hafa: Reyðarárdalur (3) þó Nesdalur nefndist þá allur lá undir Siglunes. Er Siglunesmúli vestan hans en fjallið Hestur að austan. Er þar grösugt hvarvetna inn frá bæ og til dalsins; er þar hið næsta nefnt Reyðarárflói (4) en vestan hans, við ána Reyðarárhvammar (5). Þá nefnist túnið og hið næsta austan þess: Reyðarárvöllur (6) en allt frá ánni austur til Héðinsfjarðar: Reyðarárströnd (7). Út frá mynni Reyðarár og lending er Kolluboði (8) kunnur af hvalreka 1865. Lítið austur frá túni Rekabás (9) og nokkuð út og austur frá honum blindskerið: Korni (10). Er sagt þar færist bátur frá Ólafs- eða Héðinsfirði er kornfarm flutti frá Siglufirði. Skammt þaðan austar er Smjörvogur (11).

Skarfadrangur

Reyðarárströnd, Pallahnjúkur fyrir miðri mynd

 

 

 

 

 

 

 

Við mynni Héðinsfjarðar mætast hin lága strönd og fjallið Hestur, flugbratt að sjó. Kallast þar Landsendi (12) og Landsendavík (13) austan við hann, en [ólæsilegt] norðan við fjallsendann: Landsendaröðull (14) og vestur frá honum Landsendaflói (15). Inn frá Landsendavík er Stokksker (16) og nokkuð innar Skarfadrangur (17) ókleifur drangur með Skarfavarpi er metið var áður ½ kúgildi. Innan við hann er Bangsagjá áður nefnd, [landa-] merki. Allt inn að henni gengur stallur um hina bröttu hlíð nefnd Breiðaskeið (18). Neðan hennar, út frá gjánni er brött grasflá nefnd Hæltorfa (19) því þar var festarhæll hafður og festi róin fram uns hana dró yfir dranginn og svo eftir henni farið upp til eggjatöku og unga. Litlu utar eru Síðutorfur (20) einnig brattar grastorfur síðari en hinar. 

SiglunesInn dalinn eru engjar nær hvarvetna, heita þær næst inn frá Reyðarárflóa, Þrælaspildur (21) þá Dýjaspilda (22) þá Móspilda (23) og þá Grásteinsspilda (24) en Grásteinn (25) á melholti upp af henni. Þar innar nokkuð hefir verið Reyðarársel (26), eru tóftir þar skýrar. Litlu utar við ána, móti Siglunesseli er Selholt (27) neðan þess er Neðri-Selholtsspilda (28) en ofan þess er Efri-Selholtsspilda (29). Vestan í Hestinum fremur utar og ofarlega eru dældir 2, Reyðarárskálar (30) og litlu sunnar og nær efst Miðskál (31). Sunnan við hana á fjallsegginni er lítil gnípa nefnd Hundaþúfa (32) og nokkuð sunnar lítil skál: Rúnka (33). Suður frá Selholtsspildum áður nefndum er Miðskálarstykki (34), engi suður frá Miðskál. Inn frá þar eru hólar 2 Reyðarárhólar (35) og tjörn lítil Reyðarárhólatjörn (36). Þar inn af er Pútuskarðahlíð (37) og þar gengið í Pútuskörð áðurnefnd til Héðinsfjarðar. Þar nokkuð innar er og skarð lítið og fær gönguleið yfir fjallið nefnd Góðagjá (38) er uppganga þar fremur góð. Fram í dalbotni austan að er klettur einn nefndur Einbúi (39) beint suður frá honum er og lítið skarð og þar gangfært yfir í Hestskarðsdal nefnist það Einbúastígur (40).

Torfuvogur, Bangsagjá

Nesdalur, austurhlíð

 

 

 

 

 

 

 

 SmjörvogurReyðará undir Hesti

 

 

 

 

 

 


 Fara efst á síðu