Lækir

DalabæjarkotNálægt miðju dalsins, einnig austan ár, hefir annað býli verið, þegar á fyrstu öldum. Hefir það staðið nær við á niður, enda undirlendi þar minna, en umhverfi allt mjög grösugt. Hefir tún þar verið allmikið í halla jafnlendum nær sléttum. Sést nokkuð fyrir fornum garði ofan þess og alllangt út og niður að á, en lækjargil tvö eru að sunnan, og garður þar horfinn. Mun býli þetta hafa átt innri hlut dalsins, austan ár og máske ítök nokkur að vestan. En góð eru hér haglönd nær og fjær og engi samfelld til beggja hliða.
Ekki verður nú fundið hið forna nafn þessa býlis, og verður því af staðháttum einum þetta nafn valið. Virðist nafn þess að fullu gleymt þegar um 1700. Það mun stöðugt hafa í auðn verið 14. 15. og 16. öld og lönd þess nytjast frá Dalabæ, þá þar var byggð nokkur. Bær var hér þó reistur snemma á 17. öld og hélst í ábúð til 1703, en var þá talin hjáleiga Dalabæjar og nefnt Dalabæjarkot [1a]. Hefir það smábýli verið og hið forna tún þá mjög í auðn komið. Mun bær sá hafa ofar staðið en hinn forni og líklega þar fjárhús hafa áður verið. En óljóst er þetta nú allt, því ofan á rústir þessar hefir á síðustu öld verið byggður stekkur allstór þá mest var búið á Dalabæ. Sjást því aðeins leifar hins forna bæjar neðst á túninu og tóftir fjárhúskofa hins síðara efst.

LækirFátt mun hér að finna fornra nafna og síst umhverfis byggð þessa, er nú nefnist að eins: „Kot“ og lækir þeir tveir er hér falla sunnan byggðaleifanna Kotlækir er ætla má að nefnst hafi: Bæjarlækur (2) og: Syðri-Lækur (3). Ytri-Kotspilda (4) nefnist og ytri hluti hins forna túns ásamt engi þar samliggjandi út að Úlfsengi en: Syðri-Kotspilda (5) mikið engi inn frá syðri læknum. Inn frá henni er og nefnd: Ytri-Grafaspilda (6) og enn innar, allt að Lambadalaá er síðar getur: Syðri-Grafaspilda (7). Eru nöfn þessi af mógröfum komin og ekki gömul. Milli Grafspildanna og einnig tveggja lækja nefnast og: Guðnýjarspilda (8) er hún lítil og nafnið fremur ungt. Sunnan við Háa-Klif, efst og all hátt uppi, er gilgróf allmikil nefnd: Skollaskál (9) og niður frá henni dældardrag sunnan Klifsins úr því og Skollaskál kemur Bæjarlækurinn, en Syðri-Lækur úr dældadrögum nokkrum neðst í hlíð suður og upp frá bæ og nefnast það Dýjakrókar (10).

Sunnan við Skollaskál er melhnjúkur er hæst ber á brúnum þessum, nefndur: Skollaskálarhnjúkur (11) en niður frá honum og framhald hans, er breið og há meltunga er allt nær suður og ofan í dalbrekkur og nefnist Háls (12). Suður frá honum eru brúnir dalsins mun lægri og nefnast Neðri-Brúnir (13) því ofan þeirra og allt norður, bak við Skollaskálarhnjúk eru daldrög grunn og víðlend nefnd: Lambadalir (14) austan þeirra nefnist og háfjallið vestan Leirdala í Hafnarlandi: Lambadalafjall (15) og vesturbrúnir þess: Lambadalabrúnir (16). Úr dölum þessum fellur Lambadalaá (17) (Lambaá) niður um Neðri-Brúnir, suðaustast í dalinn, en þar vestar í botn hans smálækir nokkrir. Nefnast því brekkur allar fyrir botni hans Tungur (18). Gengur hin austasta þeirra nokkuð niður dalinn milli Lambadalaár og aðalárinnar. Er yst í henni grýttur holtrani og móbyrgi nokkur, nefnist þar Svarðarholt (19) enda Syðri-Grafaspilda þar gengt að austan. Skammt innar, vestan í tungunni eru tóftir sels og kvía hefir þar verið: Dalabæjarsel (20). Nefnist því tungan: Seltunga (21) og suðvestan hennar: Sellækur (22). Næst vestan hans er: Göngutunga (23) því hægust er þar uppganga suður úr dalnum. Þar næst er: Smjörtunga (24) þá: Þríhyrna (25) og vestust: Stapatunga (26).

ÚtburðarskálMánárdalsbotn

 

 

 

 

 

 

 

 


Sunnan Lambadala gengur hár melkambur vestur frá háfjallinu, nefndur: Hái-Hryggur (27) en sunnan hans grunnt daldrag: Litli-Dalur (28). Suðvestur frá honum er Dalaskarð (29). Norðvestur um það liggur: Dalaleið áður nefnd. Lítið utar byrjar Langi-Hryggur (30) sem óslitinn liggur, sem vegur lagður, allt niður og út að Lambadalaá. Á Neðri-brúnum, frá enda Háa-Hryggs sunnan Lambadala; liggur Dalaleið um hann og út brúnir. Vestan við Dalaskarð er hæð nokkur nefnd: Hádegisfjall (31). Út og niður frá því, upp af Tungunum er stök melbunga: Stórhóll (32) en norðvestur frá því, hrjóstrugt dældarhvolf, nefnt: Útburðarskál (33) er hún norðaustan við Illviðrahnjúk, sem hér hæst gnæfir suðvestur frá dalbotni, er norður frá honum berghöfði er Stapi (34) nefnist og skilur hér lönd, en niður frá honum Stapatunga áður nefnd og vestan við hana út frá Stapanum Merkjalaut (35) og norðvestur frá henni Merkjakvísl (36).

TungurLambadalaá

 

 

 

 



 


Fara efst á síðu