Glaumbær

Norðan við NesskriðurÞað er fornbýli og hefur verið í hvammi litlum örskammt suður frá túni Sigluness. Byggðarstæði er hlýlegt fagurt, byggðaleifar skýrar og garður forn um fremur lítið tún, fjórar dagsláttur.

Af staðháttum mætti ætla að sameign hafi lönd þessara býla verið og Glaumbær hjáleiga frá öndverðu. Líklegra er þó að sjálfstætt býli hafi hann verið í fyrstu og landsnytjar haft inn frá bæ sem ólíkt meiri hafa þá verið en nú. Undir Siglunes virðist hann kominn á 14. öld og í eyði á 15. öld að sögn ?í Plágunni? líklega síðari 1495. Stekkur hefir hér síðar verið og lambhús öðru sinni neðan við garðinn, kallast hér því Stekkir, þar sem bærinn var og Stekkjarvík niður frá bæ en Lambhústangi áðurnefndur út og niður og Lambhúshólar tveir utan og sunnan við tún, sem réttnefndir væru Ytri- Glaumbæjarhóll (2) og Syðri-Glaumbæjarhóll (3) en víkin Glaumbæjarvík (4). Skálar litlar eru hér upp í Múlanum nær miðhlíðis eða stallar grónir. Nefnist Ysti- Stallur (5) út og upp frá bæ, Mið-Stallur (6) upp frá bæ og Syðsti-Stallur (7) suður og upp frá bæ. Vestan á háfjallinu eru hæðatoppar nokkrir er nefnst hafa Gnúpar (8) og dældahvolf milli þeirra Gnúpaskálar (9).

 Nokkuð inn frá Glaumbæ er nestá nokkur fram frá hlíðinni nefnd Geitanes (10) og á því tóft ein nefnd Geitakofi (11) norðan við nesið er Geitanesgil (12) nær það upp á hábrún hlíðarinnar og er hæðarbunga þar sunnan þess nefnd Geitaneshaugur (13). Sunnan við Geitanes er vík með háum blásnum bökkum nefnd: Vindbelgur (14) og sunnan hennar Vindbelgsnes (15). Þar litlu innar byrja skriður þær er allt ná inn að Selabólsgili í Staðarhólslandi og nefnast Nesskriður (16) er þar víðast allt undirlendi af brotið og þar með vegur, sem áður hefur hér verið svo skriður einar brattar eru úr fjalli ofan á sjávarbakka all háa og um þær aðeins fjárslóðir tæpar og oft ófærar þótt vel mætti góðan veg gera. Fram úr skriðunum yst gengur melhöfði nefndur Oddnýjarmelur (17) og brekkuhvolf sunnan í honum Oddnýjarbolli (18). Þar framundan er flæðisker eitt nefnt Skarfasker (19). Litlu sunnar eru bergnibbur tvær er upp úr standa skriðunum neðst á sjávarbökkum nefnist hin ytri Sigurðarsæti (20) en hin syðri Kollaklöpp (21). Hefir alsagt verið að nöfn þessi séu frá 1613 þá hér fórust í snjóflóði að sögn 50 menn í jólanæturferð að Sigluneskirkju, hafi Oddný náð á melinn og af komist en Sigurður og Kolli stöðvast á bergsnösum þessum lifandi eða dauðir.

NesnúpurSuður frá Kollaklöpp er gildrag niður úr skriðunum nefnt Móhellugil (22). Litlu sunnar gengur bergtangi fram í sjó svo ógengt er framan hans fram á hann gengur og hár og eggþunnur melkambur allt ofan úr skriðum er einnig torfært yfir hann neðan til svo slys hefir þar orðið nefnist hann Hilluhryggur (23) eða Hölluhryggur (24). Má ætla að Hillunafnið komið af flúðum þeim er fram undan honum ganga en Höllunafnið segir Jón fyrrum hreppstjóri á Hafsteinsstöðum einnig vera frá slysinu 1613. Hafi þá kona er Halla hét verið öftust í röð kirkjufólksins, sem vitað má að orðið hefir að feta eina tæpa slóð og því komist af, að hún var stödd á hrygg þessum. Neðan af fjöru að norðan er um tvö skörð lítil fært upp á hrygginn. Nefnist hið efra Uppganga (25) en hið fremra Tófugjá (26). Skammt innar er og klettanef fram úr bökkunum nefnt Hrafnsnef (27) og mætast þar lönd Nesjarða og Staðarhóls.

Sunnanverðar Nesskriður

Norðanverðar Nesskriður

 

 

 

 

 

 

 


Fara efst á síðu