Ráeyri

RáeyriBær sá hefir nafn fengið af eyrartanga allstórum er að austan gengur fram í Siglufjörð, nálega innst og þegar á fyrstu tíð nefnst Ráeyri (2). Stóð bærinn nokkuð upp frá eyrinni og féll Ráeyrará (3) neðan hans, milli bæjar og eyrar, beint út til sjávar, úr dal þeim er hér gengur suður í fjöllin og einnig nefndist Ráeyrardalur (4) mun hann og allur hafa tilheyrt Ráeyri hinar fyrstu aldir. Mun hér og hafa verið eitt af helstu býlum fjarðarins og vafalaust fornbýli; þótt engin sjáist nú þess merki, því hinn 2. eða 3. febr. 1830 féll hér skriða mikil úr suðurbrún Skollaskálar og huldi hún landspildu um ... metra breiða, þvert yfir undirlendi allt að sjó, varð bærinn í henni miðri og huldust þar mannvirki öll að mestu, tún og allt engi mikið og gott, fórst þar búfénaður nokkur og kona ein öldruð, en annað fólk gat undan flúið.

Hefir byggð þessi öll verið á melhæð nokkurri og bærinn fremst á höfða melsins er nefnist Ráeyrarhóll (5) en svo hefir þar um sorfist að aðeins sjást lautir litlar þar vitað er að bærinn hefir verið. Hulinn er og að mestu lækur er féll norðan melsins og nefnst mun hafa Ráeyrarlækur (6). Skriðan fyllti og farveg árinnar og tók allt ofan um eyrina, svo aðeins sést fremsta horn hennar og Ráeyrarhólmi (7) sem framan við hana er. Eyddi hún að fullu helstu verstöð fjarðarbúa og uppsátur, sem norðan var á eyrinni, en áin gróf nýjan farveg þvert vestur sunnan skriðu og eyrar. Er skriða þessi all úfin, en nokkuð gróin og nefnd Ráeyrarskriða (8). Býli var svo reist 183.. skammt út frá skriðunni og nefnt Ráeyrarkot (9) var þar búið til 12. apríl 1919 en til þess náði suðurjaðar hins mikla snjóflóðs sem getið hefur verið.

AusturfjöllinFórst bærinn en menn náðust með lífi, hefir byggð ekki verið þar síðan. Þar hafði og litlu neðar verið húsmannsbýli um stund, en áður komið í eyði nefndist það Smiðjugerði (10). Tómthúsbýli hafði og reist verið út og niður við víkina norðan eyrar, stóð það fast við fjöru og nefndist Bakki (11) fórst það að fullu ásamt 4 mönnum í flóðinu 1919. Annað slíkt býli hafði og verið nokkur ár áður (1866-72?) nokkuð sunnar og vestar í jaðri skriðunnar, nefnt Skriðukot (12). Út frá því var og um stund uppsátur hákarlaskipa, einnig frá Siglunesi sjást þar tóftir af hjalli og búð er nefndist Nesbúð (13). Þá voru og eftir 1900 reist tómthúsbýli 2 sunnanvert á skriðunni annað all neðarlega nefnt Landamót (14) og stóð litla hríð hitt nokkuð ofar nefnt Árbakki (15) einnig löngu horfið býli var og reist af sama manni ofan við árkrókinn í mýri út frá Skútustöðum, er einnig nefndist Árbakki (16) stóð fá ár. Sér enn nokkrar leifar allra þessara byggða og ýmsra annarra, einkum neðst á skriðunni. Lítið út frá Ráeyrarkoti og því minna utan Bakka, fellur Naustaá (17) til sjávar, kemur syðst úr Skollaskál. Utan hennar hafa uppsátur verið eftir að Skriðan féll er þar sem túnblettur næst henni og nefnist Naustatún (18) tóftir eru þar 6 nú nefndar Höskuldartóftir (19) kenndar við Höskuld Jónsson er byggði Ráeyrarkot og áður var í Grundarkoti. Þar litlu utar á bökkunum eru 3 tóftir litlar var þar Hólsbúð (20) er þá nær komið Merkjalæk áðurnefndum. Eru hér engi slétt og grösug allt neðan hlíðar og ekki ólíklegt að býlið Ráeyrartunga (21) sem getið er 1829 og verið hefur út eða niður frá Ráeyri hafi hér verið, yst í landinu, í tungu þessari milli ár og lækjar og séu tóftir þess á meðal hinna 6 á Naustatúni. Hefir hér þá byggt Jón Austri er áður byggði á Selnesi en búið hér skammt því 1831 er hann húsmaður í kauptúninu og drukknar það ár í fiskiróðri með 4 mönnum öðrum. Höskuldur gat og átt hér einhver hús síðar. Upp frá Ráeyrarkoti nefndust hinar sléttu grundir Hólavöllur (22) og hóll lítill ofarlega á þeim Búmannshóll (23).

Hólsdalur

Ráeyrarskriða

 

 

 

 

 

 

 

Ekki langt frá Ráeyri var hjáleigubýli reist fyrir, eða litlu eftir 1600 stóð það nær yst í Ráeyrardal, austan ár og nefndist Skútustaðir (24) fór það í auðn 1694 en var byggt að nýju 183.. þá Ráeyri hafði eyðst hefir það síðan í ábúð haldist og verið aðalbýlið frá 1922. Bærinn stendur á allháum melhöfða fram við ána er nefnist Bæjarhóll (25) neðan í honum er uppspretta nefnd Bæjarlind (26) sunnan í honum Álagablettur (27) upp frá bæ Kvíahóll (28) en ofar í hlíð fjallsins Skútustaðabrúnir (29).


Fara efst á síðu