Saurbær

Hólshyrnan fyrir miðri myndÞað er lögbýli gamalt, en ekki á fyrstu öldum reist, eru þar engar girðingar fornar, utan akur eða fjárgerði lítið sunnan við tún, mun eldra en byggðin. Um 1377 er hér smábýli líklega byggt nálægt 1300 í vesturjaðri Ráeyrarlands og hefir þá fengið vesturhlut Ráeyrardals, en síðar lönd Hóls fyrir fjarðarbotni. Lækkaði og mat Ráeyrar við byggð þessa og síðar Hóls, því meir sem býli þetta óx, var hér kirkja eður bænhús á 16 öld - máske áður á Staðarhóli - og búið var hér allt til 19[27] en er síðan eign bæjarins og í rústir lagt.
Bærinn stóð skammt inn frá suðausturhorni fjarðarins vestan í lágri hæðartungu er út gengur vestan Ráeyrarár og nefnist Saurbæjarás (2) mun nafn hans sem önnur slík af því komið að umhverfi er votlent, einkum neðan bæjar við fjarðarbotninn forir og flæðar, er nefnist Saurbæjarkíll (3). Vestan bæjar neðan ássins fellur Saurbæjarlækur (4) út í hið vota engi en vestan við hann vestast af túni er hólrani með tóftaleifum er nefnist Langhóll (5) er líklegt að þar hafi verið hjábýlið Saurbæjarkot (6) sem byggt var á 17. öld eða litlu fyrr en fór í auðn um 1670 og vera má að þar hafi bærinn fyrst verið en síðar færður upp í ásinn, en örðugt er þar til lækjarins og hefir vatn verið heim fært með skurðum all langt eins og á Reyðará.

Hólshyrnan bar áður heitið ÁlfhyrnaÁlfhóll

 

 

 

 

 

 

 

Neðarlega í túni er og uppspretta lítil nefnd Bæjarlind (7). Yst í enda túnsins sem að mestu er á löngum lágum holtarana er hólbali með tóftarúst nefnt Ærhúsgerði (8). Þar niður af er fjarðarbotninn og ganga inn úr síki nokkur, nefnist hið austasta Ærhússíki (9) þá litlu vestar Saurbæjarsíki (10) og Langasíki (11) á tanga milli þeirra eru byggðarústir nefndar Saurbæjarhjallar (12) skammt vestur er Hólssíki (13) hafa síki þessi öll grafist af vatni er niður fellur um hið lága flæðiland (Kílinn) flutu opin skip lengi inn í þau um ál einn vestan við hólma þann sem hér er innst í firðinum og Kríuhólmi (14) nefnist og voru í þeim hægar lendingar. Allt út í Hólssíki féll bæjarlækur Hóls er síðar getur og var hann þar víðast í enginu hulinn jörð en á honum op nokkur nefnd Silungagöt (15) því oft var þar silungsveiði.

Steindyrahnjúkur og SaurbæjarskálVestan við Kílinn yst á láglendinu, austan ár, er hóll einn stakur nefndur Álfhóll (16) hefir því fastlega verið trúað hér að haugur væri, sem fleiri hólar í þessum byggðum og reynt að rífa hann; er það furðanleg fáfræði því melhóll er þetta 40 metrar að þvermáli, að vísu gróinn en all hár og grýttur. Í ánni vestan við hann nefndist Álfhólshylur (17) er hann nú lítill orðinn og ofar færður. Skammt suður frá Saurbæ gnæfir endi fjalls þess er skilur Siglufjarðardal og Ráeyrardal, hár og brattur nefnist ysti tindur fjallsins Álfhyrna (18) og niður hana að norðan Álfhyrnuröðull (19) niður frá honum nefnist Saurbæjaröxl (20) og vestan í henni Langimelur (21) þar litlu utar, skammt suður frá túni, er allstór hóll nefndur Fiskhóll (22) mun fiskur hafa þar verið þurrkaður, sakir votlendis neðra. Vestur frá honum eru lágholt nefnd Saurbæjarholt (23). Innst á Saubæjarás út frá öxlinni er Stekkjarmelur (24). Þaðan skammt inn á eyrum Ráeyrardals er allstór stakur steinn, nefndur Hrakningur (25). Þar nokkuð innar er gilrauf stór upp í fjallinu nefnd Stóragjá (26) og niður frá henni framhrun mikið allt ofan að á nefnt Stóraskriða (27) lítið inn frá henni eru rústir litlar 2-3 er virðast byggðaleifar; má ætla að þar hafi verið Saurbæjarsel (28). Þar niður af, við ána eru dældir nokkrar og hvörf í bökkunum, nefnd Hvammar (29). Nokkuð innar nær vestur frá botni dalsins er allstórt hvolf ofarlega í fjallinu, nefndist það fram á síðustu öld Saurbæjarskál (30). Hinn 5, des. 1810 ætlaði Jóhann Ísak Grundtvig danskur verslunarm. sem hér hafði verið nokkra hríð, að fara til Svarfaðardals, en villtist af leið yfir Hólsskarð og hrapaði í skál þessa til dauða; fannst um áramótin, mun skálin síðan hafa nefnd verið Ísaksskál, en er nú nefnd hér Ísaskál ! niður frá henni gengur Djúpagil (31). Suðaustan við skálina er stakur hnjúkur með skarði að framan, nefndur Steindyrahnjúkur (32). Suður frá honum er hvass tindur er hátt ber nefndur Nesjahnjúkur (33)(ritað með blýanti: Presthnjúkur) er hann skammt vestur frá áðurnefndri Dís (ritað með blýanti: um Móskógahnjúk) og hann sem hún kunnugt fiskimið. (ritað með blýanti: eru sagnir um það að nálægt honum hafi prestur, helst úr Ólafsfirði orðið úti en frá 1675-1686 var Siglunesi þjónað af presti Ólafsf.)

Skíðafell á SaurbæjarásiSaurbæjarkíll

 

 

 

 

 

 

 

SkútudalurÁlfhóll

 

 

 

 

 

 

 


Fara efst á síðu